Áslaug Brynjólfsdóttir er látin

Áslaug Brynjólfsdóttir, félagi í Alfadeild, lést á Landspítalanum í Fossvogi á gamlársdag, 31.des. 2017.
Við Delta Kappa Gamma systur minnumst hennar með þakklæti í huga fyrir vel unnin störf í okkar þágu.

Á landssambandsþinginu síðastliðið vor var Áslaugu veitt viðurkenning fyrir störf sín fyrir samtökin okkar og af því tilefni var tekið viðtal við hana sem lesa má í nýjasta Fréttabréfinu sem kom út fyrir jólin. Einnig má lesa ágrip um Áslaugu á vef Morgunblaðsins. Útför Áslaugar verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík, föstudaginn 12. janúar og hefst klukkan 13:00.

Við vottum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Guð blessi Áslaugu Brynjólfsdóttur.