Boð á jólafund

Eftirfarandi bréf barst okkur í dag: Sælar Delta Kappa Gamma konur, Bandalag kvenna í Reykjavík óskar Íslandsdeild Delta Kappa Gamma innilega til hamingju með 40 ára afmælið!  Við viljum bjóða 
meðlimi félagsins velkomna á jólafund BKR sem haldinn verður þann 26. nóvember nk. Fundurinn verður helgaður 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Jafnframt fögnum við 20 ára starfsafmæli Starfsmenntunarsjóðs ungra kvenna sem rekinn er af BKR og skemmtilegt að þetta tvennt fari saman.

Af því tilefni höfum við hugsað okkur að hafa jólafundinn í sérstökum hátíðarbúningi. Meðal þeirra sem flytja erindi það kvöldið er séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir, fyrsti kvenpresturinn á Íslandi og Andrea Björk Andrésdóttir, frá Reconesse Database sem mun fjalla um konur í sögunni og gagnagrunninn sem hún ásamt fleirum vinna nú að. Í lok kvöldsins verður happdrætti til styrktar Starfsmenntunarsjóðnum og margir spennandi vinningar í boði :)

Eins og fyrr sagði verður fundurinn haldinn þann 26. nóvember að Hallveigarstöðum (Túngötu 14) kl. 19.30. 

Nánari upplýsingar um fundinn og Starfsmenntunarsjóðinn má finna á heimasíðu BKR og Facebook-síðu BKR.

Vonumst til þess að sjá ykkur sem flestar!

Með góðri kveðju,
stjórn BKR