Breytingar á lögum og reglugerðum alþjóðasamtakanna

1. október er síðasti dagur til að senda inn tillögur að breytingum á lögum og reglugerðum alþjóðasamtakanna. Lögin okkar segja þetta um tillögur að breytingum:
„Tillögur til breytinga á lögum alþjóðasamtakanna getur sérhver félagskona, nefnd, stjórn deildar eða landssamband sent formanni laganefndar landssambandsins. Laganefnd fjallar um tillögur sem henni berast og sendir þær landssambandsstjórn til afgreiðslu áður en þær eru lagðar fyrir alþjóðaþing samtakanna“.
Samkvæmt þessu verða félagskonur að hafa hraðar hendur ef þær vilja koma á framfæri breytingum, því þetta ferli tekur allt ákveðinn tíma. Formaður laganefndar næstu tvö árin er Sigrún Ásta Jónsdóttir í Þetadeild.