Dagskrá vorþingsins 30. apríl

Nú er dagskrá vorþingsins 30. apríl komin á vefinn. Hún finnst undir Þing og námskeið í valmyndinni hér til hliðar og þar undir Vorþing-Vorþing 2016

Yfirskrift þingsins er Fjölmenning og samtakamáttur og verður fjallað um viðfangsefnið frá ýmsum sjónarhornum. Við hvetjum ykkur til að skrá ykkur sem fyrst og eru skráningarupplýsingar á síðunni. Fyrirkomulagið er, eins og mörg undanfarin ár, að greiðsla ráðstefnugjalds sem er 4500 krónur er jafnframt skráning á ráðstefnuna. Heimilt er að bjóða með sér gestum utan samtakanna og eru félagskonur hvattar til að taka með sér gesti. Gestir greiða sama ráðstefnugjald og félagskonur. Innifalið í gjaldi er eins og alltaf matur, kaffi og annað sem tilheyrir. 

Seldir verða happadrættismiðar í tengslum við þingið og kosta þeir 500 krónur. Heimilt er að kaupa eins
marga miða og hver vill :-). Miðana má greiða um leið og ráðstefnugjaldið en einnig verður hægt að kaupa þá á staðnum. Happadrættið er hugsað til að styrkja gott málefni og eru vinningar gjafirnar sem samtökunum bárust á afmælinu síðastliðið haust en það var ósk gefenda að hlutirnir yrðu notaðir í einhverskonar „uppbo𓠠og ágóðanum varið til að styrkja gott málefni.