Dr. Kolbrún Pálsdóttir í Lambdadeild með grein í Bulletin Journal

Við vekjum athygli á grein Dr. Kolbrúnar Pálsdóttur í Lambdadeild í heftinu  Bulletin - Journal 86-5 sem birt var í sumar á vef alþjóðasambandsins undir Publication/Bulletin - Journal en tímaritið er einungis birt á vef. Greinin ber heitið: Lessons from a Pandemic: The Educational System Evolving in the Time of COVID-19.
Um leið og við óskum Kolbrúnu til hamingju með birtingu greinarinnar minnum við á að allir DKG félagar eiga kost á að senda inn greinar til birtingar, bæði í Bulletin Journal (þar sem oftast eru bara ritrýndar greinar) og í Bulletin Collegial Exchange þar sem greinar eru óformlegri og ekki ritrýndar.