Tveir Lucile Cornetet styrkir til Íslands

Í gær, 1. október, var tilkynnt um úthlutun úr einstaklingshluta Lucile Cornetet styrkjanna og voru þær Ingileif Ástvaldsdóttir í Mýdeild og Karen Sturlaugsdóttir í Þetadeild svo heppnar að fá úthlutun að þessu sinni. Þessi hluti sjóðsins styrkir konur sem vinna í fræðslustörfum (all employed educators ) til að sækja ráðstefnur og aðra viðburði er tengjast menntun (Conferences, Seminars, Lecture series, National certification, Online courses, Workshops and other non-degree programs), þó ekki hefðbundin háskólanámskeið í einingabæru námi.Hann styrkir heldur ekki konur til þátttöku í viðburðum sem haldnir eru á vegum DKG, heldur einungis menntandi viðburðum sem haldnir eru utan samtakanna. Styrkinn má m.a. nota til að greiða með ferðakostnað, gistingu, fæði, skrásetningargjöld sem og til að greiða staðgengilslaun starfsmanns meðan viðburðurinn stendur yfir. Umsóknarfrestur er þrisvar á ári: 1. feb., 1.maí og 1.sept. Frekari umfjöllun um þessa styrki er á síðunni Styrkir hér á vefnum.

Við óskum þeim til hamingju með styrkinn og hvetjum aðra DKG félaga til að sækja um því ..."miði er alltaf möguleiki" :-)