Ert þú á póstlistanum okkar?

Að vera á póstlistanum okkar tryggir að þú fáir tilkynningu um fréttir landsambandsins beint í pósthólfið þitt. Endilega skráðu þig á póstlistann á forsíðu vefsins okkar (nánast neðst í vinstra horni). En netföng breytast og nú er svo komið að mörg netföng sem voru skráð á sínum tíma eru ekki lengur til og væri gott ef þið mynduð skrá ykkur aftur. Til dæmis eru mjög mörg netföng sem enda á @reykjavik.is ekki lengur til en eru t.d. bæði á póstlistanum og félagatalinu. Þær sem höfðu slík netföng ættu að huga að þessu. Athugið líka að það er ekki nein tenging milli póstlistans og félagatalsins. Þó annað sé endurnýjað uppfærist ekki hitt.

Við minnum því líka á að tilkynna breytt netföng til félaganefndarinnar (sigga@olfus.is) svo hægt sé að halda félagatalinu réttu.