Ertu í meistara- eða doktorsnámi?

Frestur til að sækja um í International Scholarship sjóðinn er til 1. febrúar.  Veittir eru í kringum 30 styrkir og er upphæðin í kringum 750 þúsund fyrir þá sem eru í meistaranámi en 1300 þúsund fyrir þá sem eru í doktorsnámi. Til að eiga möguleika á doktorsstyrknum verða umsækjendur þó að hafa verið virkir í samtökunum allavega í þrjú ár. Umsækjendur þurfa meðmæli frá formanni deildar sinnar og einum utanaðkomandi aðila, svo umsóknin krefst nokkurs undirbúnings svo nú er um að gera að bretta bara upp ermarnar :-)

Nánari upplýsingar eru á vef alþjóðasambandsins á þessari slóð: https://www.dkg.org/category/committee/scholarship 

!. mars er svo lokadagur umsóknar í íslenska námstyrkjasjóðinn, en meira um það þegar nær dregur :-)