Félagi í Betadeild fær úthlutað styrk úr International Scholarship sjóðnum

Þau gleðitíðindi hafa borist að Aníta Jónsdóttir í Betadeild fékk á dögunum úthlutað styrk úr International Scolarship sjóðnum. Aníta stundar mastersnám í HÍ þar sem hún kannar viðhorf og þörf feðra barna í 8.-10. bekk til foreldrafræðslu og uppeldisráðgjafar. Aníta gerðist félagi í DKG árið 2011 og var formaður Betadeildar 2015-2017. Hún hefur verið tilnefnd af uppstillingarnefnd til setju í stjórn landssambandsins 2019-2021. Um leið og við óskum Anítu innilega til hamingju, minnum við á að "miði er möguleiki" þegar kemur að styrkveitingum og hvetjum allar félagskonur til að nýta sér að  sækja um þá styrki sem í boði eru í samtökunum.