Fögnuður Beta- og Mýdeildar 8. nóvember 2025

Fögnuðurinn okkar laugardaginn 8.nóv. síðastliðinn heppnaðist vel. Mæting var nokkuð góð þó þó flestir gestirnir hafi verið félagskonur og Hrund Logadóttir landssambandsforseti heiðraði okkur með nærveru sinni. Gaman hefði verið að sjá fleiri gesti sem ekki tilheyra samtökunum okkar en við erum þakklátar þeim sem þáðu boðið 🥰 .
Veislustjóri var Katrín Fjóla Guðmundsdóttir úr Mýdeild. Veitinganefndin (Þorgerður, Hugrún og Hildur í Betadeild) töfraði fram ljúffengar veitingar og fyrirlesararnir okkar, Ingileif og Ingibjörg Margrét í Mýdeild og Aníta í Betadeild fluttu okkur áhugaverða fyrirlestra.
Þá fluttu þær Petrea og Ásdís í Mýdeild tónlistaratriði í upphafi fagnaðar. Notaleg samvera sem skilur eftir góðar minningar og á undirbúningsnefndin ásamt flytjendum þakkir skildar fyrir vel heppnaðan dag.
Myndir frá viðburðinum eru á vefsíðunni okkar.