Framkvæmdaráðsfundur yfirstaðinn

Framkvæmdaráðsfundur var haldinn 3. október s.l. Fundurinn var haldinn í Hannesarholti, þar sem mögulegt var að fara eftir öllum sóttvarnarreglum. En þar sem kórónaveiran var að sækja í sig veðrið um síðustu mánaðarmót og þá sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, varð að bjóða konum af landsbyggðinni upp á þann möguleika að sækja fjarfund. Það voru því um 14 konur sem sóttu fundinn í Hannesarholti og um 8 konur sem sóttu fundinn á Zoom. Á fundinum var hefðbundin dagskrá, þar sem farið var með nýjum formönnum gegnum ýmis málefni og efni sem varðar hlutverk þeirra. Upptöku frá hluta fundarins má nálgast hér á vefnum. Einnig var fyrirlestur Elfu Ýrar sem flytja átti á vorráðstefnunni gerður aðgengilegur á vefnum okkar á sama tíma.