Fundur um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og félagasamtök

Vakin er athygli á fundi um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og félagasamtök. Yfirskrift fundarins er: Hvernig getur þitt félag lagt sitt af mörkum þegar kemur að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna?

Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 13. febrúar hjá Ási styrktarfélagi, Ögurhvarfi 6, kl. 16.30-18.00. Á fundinum kynna fjögur íslensk félög hvernig þau hafa innleitt heimsmarkmiðin í sína daglegu starfsemi. Fundurinn er haldinn í samstarfi verkefnastjórnar heimsmarkmiðanna við Almannaheill og er opinn fyrir öll félagasamtök og aðra áhugasama.

Smellið hér fyrir skráningu á fundinn. 
Smellið hér til að finna viðburðinn á facebook. 

Hér má nálgast dagskrá fundarins  og almennar upplýsingar um heimsmarkmiðin má finna á heimsmarkmidin.is.