Guðríður Helgadóttir félagi í Þetadeild er látin

Guðríður Helgadóttir, félagi í Þetadeild, lést 21. janúar 2023. Guðríður var fædd 14. nóvember 1944 í Reykjavík. Hún lauk námi frá Fóstruskóla Íslands og starfaði sem fóstra, fyrst í Reykjavík og síðan í Njarðvík. Hún varð árið 1970 fyrsta forstöðukona leikskólans Gimli í Njarðvík. Guðríður sótti sér síðar kennsluréttindi í grunnskóla og lauk því námi 1983. Guðríður kenndi á öllum skólastigum við Njarðvíkurskóla allt til ársins 1996. Það ár hóf hún störf sem leikskólafulltrúi á Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar. Því starfi gegndi hún í 14 ár eða þar til hún lauk starfsævi sinni. Guðríður stýrði miklu uppbyggingastarfi á þessum árum í leikskólum bæjarins. Byggðir voru nýjir leikskólar og mikið þróunarstarf átti sér stað varðandi innra starfi leikskólanna.
Guðríður var stofnfélagi Þetadeildar á Suðurnesjum 1998 og var ætíð virkur félagi. Hún naut þess að mæta á fundi Þetadeildar og fundi á landsvísu. Þar hitti hún margar konur sem hún þekkti og gat lagt ýmislegt til málanna enda reynslumikil í málefnum leik- og grunnskóla.
Við, félagar í Delta Kappa Gamma, minnumst Guðríðar með þakklæti og virðingu og vottum aðstandendum hennar dýpstu samúð.