Gunnhildur Óskarsdóttir félagi í Kappadeild er látin

Gunn­hild­ur Óskars­dótt­ir, pró­fess­or við Menntavís­inda­svið Há­skóla Íslands lést á heim­ili sínu í Reykja­vík hinn 17. mars 2023.

Gunn­hild­ur fædd­ist 25. októ­ber 1959. Hún lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um við Hamra­hlíð jól­in 1978, B.Ed.-prófi við Kenn­ara­há­skóla Íslands árið 1982, M.Ed.-prófi í upp­eld­is- og mennt­un­ar­fræðum við Há­skól­ann í Aber­deen í Skotlandi árið 1989 og doktors­prófi við Há­skóla Íslands árið 2006. Hún kenndi í Hvassa­leitiskóla í þrjú ár en síðan í Æfinga­skóla Kenn­ara­há­skól­ans, síðar Há­teigs­skóla, í níu ár. Hún varð æf­inga­kenn­ari við Kenn­ara­há­skól­ann 1989, lektor við Kenn­ara­há­skól­ann, síðar Menntavís­inda­svið Há­skóla Íslands, árið 1998, dós­ent árið 2006 og pró­fess­or 2022. Gunn­hild­ur skrifaði náms­efni fyr­ir Náms­gagna­stofn­un, auk þess skrifaði hún fjölda greina og bók­arkafla í ýmis kennslu­fræðileg tíma­rit.

Árið 1998 greind­ist Gunn­hild­ur með brjóstakrabba­mein, þá 38 ára göm­ul. Hún lifði far­sæl­lega og af æðru­leysi með sjúk­dómn­um til hinstu stund­ar. Árið 2007 stofnaði hún ásamt vin­kon­um sín­um styrkt­ar­fé­lagið Göng­um sam­an, sem hef­ur styrkt ís­lensk­ar grunn­rann­sókn­ir á brjóstakrabba­meini um 120 millj­ón­ir frá stofn­un þess. Gunn­hild­ur var formaður fé­lags­ins frá upp­hafi.
Á ný­árs­dag 2017 var hún sæmd fálka­orðunni fyr­ir störf í þágu brjóstakrabba­meins­rann­sókna á Íslandi og fyr­ir að hvetja til heil­brigðra lífs­hátta.

Við félagar í Delta Kappa Gamma minnumst Gunnhildar með þakklæti og virðingu og vottum aðstandendum okkar dýpstu samúð.

Gunnhildur verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju föstudaginn 24. mars kl. 13:00