Gyða Jóhannsdóttir, félagi í Alfadeild, er látin

Gyða Jóhannsdóttir fyrrverandi skólastjóri Fósturskóla Íslands og dósent við Menntavísindavið Háskóla Íslands lést 24. júlí síðastliðinn á líknardeild Landspítalans. Gyða fæddist 27. apríl 1944 í Reykjavík og var því 78 ára er hún lést
Gyða varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1964 og lauk doktorsprófi í uppeldis- og menntunarfræðum árið 2002. Doktorsrannsókn hennar beindist að flutningi Kennaraskólans yfir á háskólastig árið 1971. Gyða varð skólastjóri Fósturskóla Íslands 1982 og gegndi því starfi þar til skólinn sameinaðist Kennaraháskóla Íslands árið 1998. Hún gegndi þvi veigamiklu hlutverki í þróun leikskólakennaramenntunar á Íslandi.
Gyða var félagi í Alfadeild en hún gekk til liðs við samtökin 9. nóvember 1985.
Við Delta Kappa Gamma systur minnumst Gyðu með þakklæti í huga og vottum aðstandendum okkar dýpstu samúð.