Halldóra Kristín Magnúsdóttir er látin

Hall­dóra Krist­ín Magnús­dótt­ir félagi í Þetadeild lést á krabbameinsdeild Landspítalans 10. október síðastliðinn, 62 ára að aldri. Halldóra Kristín fædd­ist í Reykja­vík 25. júní 1957. Hún var menntaður kennari og starfaði sem slíkur á Suðurlandi og var lengi vel skólastjóri Hvolsskóla. Haustið 2010 flutti hún til Suðurnesja og veturinn 2010-2011 var hún aðstoðarskólastjóri Akurskóla í Innri-Njarðvík. Árið eftir tók hún við skólastjórastöðu Grunnskóla Grindavíkur og gegndi því starfi til ársins 2017 þegar hún ákvað að fara á eftirlaun. Halldóra Kristín varð meðlimur Þetadeildar í nóvember 2014. Útför Halldóru Kristínar hefur farið fram. Um leið og við þökkum Halldóru Kristínu samfylgdina vottum við aðstandendum okkar dýpstu samúð.