Hamingjuóskir til Rannveigar S. Sigurðardóttur

Rannveig S. Sigurðardóttir félagi í Gammadeild fagnaði aldarafmæli í gær,  26. júní 2020. Rannveig er ein af stofnfélögum Gammadeildar sem stofnuð var 5. júní 1977 og starfaði hún af áhuga og einlægni. Hún útskrifaðist frá Kvennaskólanum í Reykjavík og lærði síðan handíð og var handavinnukennari alla sína starfsævi. Rannveig kenndi m.a. í 30 ár við Ármúlaskóla.  Hún er þekkt fyrir hæversku og kurteisi og velkomin hvar sem er, enda hlý og glaðvær. Í tilefni þessara tímamóta ákvað stjórn Gammadeilar að heiðra afmælisbarnið og færði Fjölsmiðjunni 100 þúsund krónur að gjöf til styrktar starfinu. Félagskonum var tilkynnt þetta á vorfundi deildarinnar þar sem afmælinu var fagnað en afhendingin fór fram þann 25. júni í húsakynnum Fjölsmiðjunnar þar sem Sturlaugur Sturlaugsson, forstöðumaður, tók við gjöfinni. Afmælisbarnið var að sjálfsögðu viðstatt ásamt fulltrúum úr stjórn Gammadeildar.

Við óskum Rannveigu innilega til hamingju með þennan merka áfanga.