Haustráðstefnu DKG sem vera átti í Reykjanesbæ 4. sept. nk. er frestað um óákveðinn tíma

Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu í kjölfar fjölgunar Covid-19 smita hefur landssambandsstjórn DKG ákveðið að fresta haustráðstefnu DKG sem fyrirhugað var að halda á Mariott-hótelinu í Reykjanesbæ laugardaginn 4. sept. nk. 

Menntamálanefnd DKG á Íslandi hafði sett saman mjög metnaðarfulla og áhugaverða dagskrá fyrir okkur sem við vonumst til að geta framfylgt síðar þegar aðstæður leyfa eða streymt til ykkar með fjarfundasniði – ef aðstæður leyfa ekki að hittast í eigin persónu.

Félagskonur eru hvattar til að fylgjast með heimasíðunni og nánari upplýsingum um ráðstefnuna þegar þær verða birtar hér á síðunni.

Ath. að framkvæmdaráðsfundurinn sem vera átti 3. september frá kl. 17:00-22:00 verður haldinn (með matarhléi), en færður yfir í Zoom fjarfundabúnað.