Hulda Karen Daníelsdóttir fær fálkaorðuna

 Hulda Karen Daníelsdóttir félagi í Etadeild var sæmd riddarakrossi íslensku fálkaorðunnar 17. júní síðastliðinn. Hún fékk viðurkenninguna fyrir frumkvæði á sviði starfsþróunar og kennslu íslensku sem annars máls og framlag til eflingar tengsla við afkomendur Íslendinga í Vesturheimi. Við óskum Huldu Karen innilega til hamingju.