Hvaða konu vilt þú veita viðurkenningu?

Landsambandsstjórn hyggst veita konu/konum viðurkenningu á komandi landssambandsþingi fyrir vel unnin störf í þágu samtakanna. Stjórnin vill gefa ykkur tækifæri til að koma með hugmyndir og biður ykkur að senda ábendingu til forseta DKG (eyglob@gmail.com) fyrir 20.mars n.k. Tilgreina þarf nafn og deild þeirrar konu sem mælt er með ásamt rökstuðningi fyrir tilnefningunni. Landssambandsstjórn mun síðan vinna úr hugmyndunum og ákveða hver/hverjar hljóta viðurkenningu. 

Eftirtaldar konur hafa áður hlotið viðurkenningu: Þuriður Kristjánsdóttir, Alfadeild, Pálína Jónsdóttir, Gammadeild, Sigríður Valgeirsdóttir, Alfadeild, Rannveig Løve, Gammadeild, Jenna Jensdóttir, Alfadeild og Sigrún Klara Hannesdóttir, Alfadeild