International Speaker

 

Þann 15. september rennur út frestur til að sækja um að vera „alþjóðlegur fyrirlesari“ (International Speakers Fund) á vegum DKG. International Speakers Fund er „prógram“ á vegum DKG sem sett var á laggirnar árið 1984 og hefur það að markmiði að styrkja fyrirlestrahald félagskvenna á ráðstefnum og fundum innan samtakanna. Þær sem sækja um í sjóðinn, fara á lista yfir fyrirlesara sem landssamböndin vítt og breitt geta svo valið af og óskað eftir að fá til sín. Efnið sem þú getur boðið upp á að tala um, getur verið efni sem þú ert að vinna við, læra um eða hefur sem áhugamál. Verðir þú valin af listanum til að halda fyrirlestur um þitt efni einhvers staðar, mun sjóðurinn borga ferðakostnað. Þeir fyrirlesarar sem sjóðurinn samþykkir hverju sinni eru á lista sjóðsins næstu tvö árin. Landssambandsforseti sér um að koma umsóknum til stjórnar sjóðsins og því þurfa umsóknir að berast til hans nógu tímanlega til að hann geti komið umsókninni frá sér fyrir 15. september.

 

Hér má nálgast eyðublaðið