International Speaker - umsóknarfrestur til 15. september

Vilt þú verða International Speaker?
Alþjóðasambandið heldur skrá yfir þær konur sem eru tilbúnar að halda fyrirlestra á vegum samtakanna og hvaða efni þær eru reiðubúnar að fjalla um. Fylla þarf út umsókn um að komast á þennan lista fyrir 15. september ár hvert. Sérstakur sjóður: "International Speakers Fund" greiðir ferðakostnaðinn. Benda má á að forsetar landssambanda geta sótt um að fá slíkan fyrirlesara tvisvar á ári, 1. nóvember og 1. maí. Nánar má lesa um sjóðinn á þessari slóð.