Kærar þakkir til allra þeirra kvenna sem lögðu ráðstefnunni lið

Alþjóðaráðstefnan með yfirskriftinni Professional Research and Practices sem haldin var í Reykjavík 25.-27. júlí 2019 var okkur öllum til sóma.

Ráðstefnan tókst afar vel og er það ykkur að þakka kæru systur. Við erum að fá kveðjur og þakklæti sem ég sendi hér með þessum línum áfram til ykkar. Svona atburður er ekki hristur fram úr erminni, heldur er þetta sameiginlegt átak okkar og megum við vera afar stoltar.

Kveðja 
Ingibjörg Jónasdóttir
Evrópuforseti