Kennsluverkefni sem stuðla að umburðarlyndi og friði

Á þingi okkar í Austin í sumar er á dagskrá að kynna verkefni sem snúast um að kenna umburðarlyndi og/eða stuðla að friði.  Óskað hefur verið eftir því að konur í samtökunum sem eru að vinna verkefni sem tengjast þessum þemum skrifi stutta lýsingu á þeim sem hægt er að nota í kynningarefni.  Ætlunin er að búa til lista yfir öll verkefni sem völ er á og tengja vefsíðum eins og hægt er. Það er Kathrin Hodgson, frá Bretlandi (formaður Evrópu Forum), sem er í forsvari fyrir þessu.  Við sendum henni fyrirspurn og spurðum hvort það væri í lagi að vefsíður sem vísað væri til væru á íslensku og hún taldi það í góðu lagi svo framarlega sem titill verkefnanna væri á ensku svo allir gætu gert sér einhverja grein fyrir um hvað verkefnin væru. Eins sagði hún að væri gaman að fá aðeins upplýsingar um verkefnin jafnvel þó að þau tengdust ekki vefsíðum.  Við leitum nú til ykkar ágætu DKG konur um að veita félagskonum víðar en á Íslandi innsýn í verkefni sem þið eruð að vinna. 

Upplýsingarnar á að senda á kathrintn12@gmail.com.

Við hefðum líka gaman af að vita hverjar senda inn kynningar og því væri frábært ef þið settuð cc á jona.dkg@gmail.com