Kristín R. Thorlacius félagi í Deltadeild er látin

Kristín R. Thorlacius félagi í Deltadeild lést sunnudaginn 2. júní síðastliðinn. Kristín fæddist í Austurbæjarskólanum í Reykjavík 30. mars 1933. Hún lauk kennaraprófi 1981 og réttindaprófi fyrir skólabókasöfn frá HÍ 1994. Kristín starfaði lengst af sem kennari og síðast sem bókasafnskennari í Borgarnesi. Hún var einnig öflugur bókaþýðandi og rithöfundur. Kristín var ein af stofnfélögum Deltadeildar 2. maí 1987 og við Delta Kappa Gamma systur þökkum henni fyrir samfylgdina og vel unnin störf í þágu samtakanna. Útför Kristínar verður gerð frá Borgarneskirkju, föstudaginn 15. júní og hefst athöfnin klukkan 13:00.

Við vottum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Guð blessi Kristínu R. Thorlacius.