Lucille Cornetet sjóðurinn - umsóknarfrestur til 1. nóv.

Minnt er á að frestur til að sækja um í 2. hluta Lucille Cornetet sjóðsins rennur út 1. nóv. Sjóðurinn styrkir DKG konur til að sækja ráðstefnur og aðra viðburði er tengjast menntun (Conferences, Seminars, Lecture series, National certification, Online courses, Workshops and other non-degree programs), þó ekki hefðbundin háskólanámskeið í einingabæru námi. Ekki er hægt að sækja um styrkinn eftir að viðburðurinn hefur átt sér stað.
Nánar má lesa um þennan styrk  á vef Educational Foundation og þar eru jafnframt umsóknareyðublöð þar sem nánar er fjallað um tilurð þessa styrks og reglur hans.
Vakin er athygli á að þessi sjóður styrkir ekki konur til þátttöku í viðburðum sem haldnir eru á vegum Delta Kappa Gamma, heldur einungis menntandi viðburðum sem haldnir eru utan samtakanna.