Lucille Cornetet styrkurinn

Vakin er athygli á því að 1. september rennur út frestur til að sækja um einstaklingsstyrkinn hjá Lucille Cornetet sjóðnum  (sem er innan DKG Educational Foundation). Styrkurinn er í boði fyrir allar konur í menntastörfum (ekki bara DKG konur) og  hægt að nota hann til að borga ferðir, ráðstefnugjöld o.s.frv. Ekki er þó hægt að nota styrkinn til að greiða með fyrir viðburði innan DKG. Hægt er að lesa nánar um styrkinn og sækja umsóknareyðublað með því að smella hér (benda má á að nokkrar íslenskar konur hafa fengið styrk úr þessum sjóði þannig að við erum alveg með í pakkanum :-) ).