Lucille Cornetet styrkurinn - umsóknarfrestur til 1. febrúar

Vakin er athygli á því að umsóknarfrestur í einstaklingshluta Lucille Conetet sjóðsins er til 1. febrúar. Þessi hluti sjóðasins styrkir konur sem vinna í fræðslustörfum (all employed educators ) til að sækja ráðstefnur og aðra viðburði er tengjast menntun (Conferences, Seminars, Lecture series, National certification, Online courses, Workshops and other non-degree programs), þó ekki hefðbundin háskólanámskeið í einingabæru námi. Ekki er hægt að sækja um styrkinn eftir að viðburðurinn hefur átt sér stað. Umsóknareyðublöð má nálgast á vef DKG Educational Foundation. Íslenskar konur hafa þó nokkrum sinnum fengið styrk úr þessum hluta sjóðsins.