Minningarganga um Gunnhildi Óskarsdóttur á landssambandsþingi

Samtökin Göngum saman munu á sunnudeginum 14. maí nk. efna til minningargöngu um Gunnhildi okkar Óskarsdóttur, fyrrv. félaga í Kappadeild DKG sem féll frá 17. mars sl. Sjá slóð á viðburðinn þeirra á Facebook: https://fb.me/e/4mJQ0p0vJ 

Til að minnast Gunnhildar og verka hennar í þágu grunnrannsókna á brjóstakrabbameini og styrkja samtökin Göngum saman sem hún stofnaði í sama tilgangi verður efnt til minningargöngu um Gunnhildi að loknum aðalfundinum sunnudaginn 14. maí. Konur eru því hvattar til að taka með sér létta gönguskó og regnheldan jakka. Gangan verður í umsjón Ingileifar Ástvaldsdóttur og Magneu Helgadóttur í Mýdeild sem sjá um undirbúning og verða með söluborð frá Göngum saman en Erna Ingvarsdóttir í Epsilondeild mun leiða gönguna.