Nýr fulltrúi Íslands í Evrópuforum

Kristrún Ísaksdóttir úr Gammadeild hefur verið valin næsti fulltrúi Íslands í Evrópu Forum fyrir tímabilið 2014 - 2016. Ingibjörg Jónasdóttir Gammadeild hefur verið okkar fulltrúi síðustu tvö árin. Hún hefur verið formaður EvrópuForum en lætur af því embætti á alþjóðaþinginu í sumar.  Við þökkum Ingibjörgu kærlega fyrir vel unnin störf en það nýjasta frá EvrópuForum var að opna Facebook síðu sem þið hafið vonandi allar tengst. Við óskum Kristrúnu velfarnaðar í Evrópusamstarfinu og hlökkum til að fá fréttir af samstarfi Evrópufulltrúa.

Kveðja
Guðbjörg, forseti DKG á Íslandi