Nýr vefur alþjóðasambandsins

Fyrir skömmu síðan opnaði alþjóðasambandið nýjan vef. Þó það sé út af fyrir sig fagnaðarefni,þá fylgir sá „böggull skammrifi“ að tenglar frá heimasíðunni okkar hér á Íslandi í efni á síðunni þeirra verða flestir óvirkir og upp kemur svokallaður „server error“. Búið er að uppfæra alla/flesta slíka tengla á okkar vef, en alltaf fer eitthvað fram hjá manni í slíkum uppfærslum og eru félagskonur beðnar um að senda endilega póst á eyglob@gmail.com ef þeir rekast á  óvirka tengla.

Benda má á að margt af því efni sem áður hefur verið opið á alþjóðasíðunni er núna læst og þarf username og password til að komast inn. Username-ið er ID númerið ykkar sem sést á félagsskírteininu sem afhent er á hverju hausti. Ef þið hafið ekki félagsskírteinið eiga gjaldkerar í hverri deild að hafa skrá yfir ID númer allra deildarkvenna. Passwordið finnst á þessari slóð á vefnum okkar (þarf lykilorðið okkar til að opnast). 

Ef þið þurfið frekari aðstoð vegna ID númers, er hægt að senda póst á mem@dkg.org og fá aðstoð frá alþjóðaskrifstofunni.