Síðustu forvöð að skrá sig

Á morgun, 15. apríl, er sá dagur sem settur var sem lokadagur skráningar á vorþingið á Egilsstöðum. Þó vissulega verði tekið við einstökum skráningum eftir þann tíma, biðjum við þær sem enn eiga eftir að skrá sig og ætla sér að fara að drífa í því sem allra fyrst. Það er eitt og annað sem þinghaldarar þurfa að umsýsla fyrir svona þing og því erfitt að skipuleggja og „græja og gera“ ef fjöldinn liggur ekki fyrir.
Bretta upp ermarnar og drífa í þessu....NÚNA :-)