Sigrún Aðalbjarnardóttir félagi í Gammadeild er látin

Sigrún Aðalbjarnardóttir, félagi í Gammadeild, lést þann 19. mars síðastliðinn á nítugasta og sjötta aldursári en Sigrún fæddist þann 8. desember 1923. Sigrún lauk kennaraprófi frá Kennaraskólanum árið 1944. Að námi loknu hóf hún störf við Ísaksskóla og kenndi þar alla sína starfstíð eða í 54 ár. Hún var mjög laginn kennari. Sigrún var ein af stofnfélögum Gammadeildar þann 5. júní 1977. Hún studdi vel við starf deildarinnar og var um skeið í stjórn hennar. Við Gammasystur minnumst Sigrúnar með þakklæti og hlýhug og þökkum fyrir samfylgdina og vel unnin störf í þágu deildarinnar. Útför Sigrúnar verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju þann 29. mars og hefst athöfnin kl. 13:00.

Við vottum aðstandendum dýpstu samúð okkar. Blessuð sé minning Sigrúnar Aðalbjarnardóttur.