Skráningarfrestur framlengdur

Stjórn landsambandsins hefur ákveðið að framlengja skráningarfrestinn á vorþingið til 18. apríl.  Ert þú búin að skrá þig? Ef svo er ekki, endilega drífðu þá í því sem fyrst og mundu að það má taka með sér gesti :-)    Mundu líka eftir að hnippa í konurnar í þinni deild, sérstaklega þær sem ekki eru mikið á netinu eða að lesa tölvupóstinn sinn (við erum enn að heyra af konum sem ætla sér að mæta en hafa gleymt að skrá sig).  Allar upplýsingar um skráninguna eru á heimasíðunni okkar.