Stikla frá Kvennafríi 2016

Í gærkvöldi var frumsýnd stikla um Kvennafríið 2016 á fundi Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna í New York. Stiklan var sýnd á viðburði sem skipulagður var af íslensku sendinefndinni í New York, aðgerðarhópi um launajafnrétti og Kvenréttindafélagi Íslands.

Stiklunni var leikstýrt af Leu Ævarsdóttur og tónlistin er eftir Mammút. Í stiklunni birtast myndskeið frá baráttufundi sem haldinn var á Austurvelli 24. október síðastliðinn. 

Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Katrín Halldóra Sigurðardóttir stýrðu fundi í Reykjavík. Guðrún Ágústsdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Una Torfadóttir og Justyna Grosel héldu ræður. Vala Höskuldsdóttir, Sigríður Eir Zophoníasardóttir, Brynhildur Björnsdóttir, Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Ellen Kristjánsdóttir, Elísabet Eyþórsdóttir, Sigríður Eyþórsdóttir og Lóa Bergsveinsdóttir komu fram.

Hér má sjá stikluna: https://www.youtube.com/watch?v=lV3_3lSfX60