Þekkir þú tilefnið?

Á myndasvæðinu okkar í DKG eru möppur sem merktar eru  "Ýmsar myndir"  og "Myndir teknar við ýmis tækifæri".

Í báðum þessum möppum eru myndir sem voru í myndaalbúmi sem landssambandið á, en voru ekki merktar með neinum hætti. Myndirnar eru sennilega teknar um síðustu aldamót eða jafnvel fyrr.

Nú langar mig að biðja ykkur, og þá sérstaklega þær sem hafa verið lengi í félaginu, að kíkja á þessar myndir og ef þið þekkið til við hvaða tækifæri þessar myndir voru teknar (og jafnvel hverjar eru á myndunum) að láta Eygló vefstjóra (eyglob@gmail.com)  vita svo hægt sé að merkja þær og kannski flokka með einhverjum hætti.