Þorbjörg Kristinsdóttir, stofnfélagi í Alfadeild er látin
Þorbjörg Kristinsdóttir, stofnfélagi í Alfadeild og fyrrverandi latínukennari lést þann 24. nóvember s.l. rúmlega 100 ára gömul. Þorbjörg var fædd í Reykjavík þann 12. mars 1945. Árið 1948 lauk Þorbjörg BA-prófi í latínu, ensku, grísku og uppeldis- og kennslufræði frá University of Michigan í Ann Arbor. Áður hafði hún lokið prófi í forspjallsvísindum frá Háskóla Íslands 1946. Haustið 1948 hóf Þorbjörg kennslu við MR og kenndi þar með hléum þar til hún hætti vegna aldurs 1995, auk þess sem hún leysti af í Verzlunarskóla Íslands og Menntaskólanum við Tjörnina. Þorbjörg var virkur félagi í Alfadeild og DKG á Íslandi meðan heilsan leyfði. Hún var ritari í stjórn Alfadeildarinnar 1978-1980, og 1996-1998. Hún var 1. varaformaður 1990 – 1992 og meðstjórnandi 2006-2008. Þorbjörg var forseti landssambands DKG á Íslandi 1981-1983. Félagskonur í Delta Kappa Gamma minnast Þorbjargar með þakklæti og virðingu og votta aðstandendum hennar dýpstu samúð. Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju þann 8. desember n.k. kl. 13.00.