Þorgerður Ásdís í Nýdeild með hugleiðingu í Bulletin: Collegial Exchange
			
					23.12.2018			
	
	Við viljum vekja athygli á því að í nýjasta Bulletin: Collegial Exchange tímaritinu á Þorgerður Ásdís Jóhannsdóttir í Nýdeild hugleiðingu sem hún kallar: "Sister: A Word for Reflection". Hugleiðingin var flutt á íslensku á þinginu á Egilsstöðum síðastliðið vor við mikla hrifningu þingkvenna. Við óskum Þorgerði til hamingju með birtinguna.
