Þuríður J. Kristjánsdóttir í Alfadeild er látin

Þuríður J. Kristjánsdóttir fyrrverandi prófessor við Kennaraháskóla Íslands, lést miðviku­daginn 20. apríl síðastliðinn, nærri níutíu og eins árs að aldri. Þuríður var einn af stofnfélögum Alfadeildar og fyrsti formaður hennar. Jafnframt var hún fyrsti forseti landssambandsins en því embætti gegndi hún árin 1977-1979. Þuríður vann alla tíð vel fyrir samtökin og á 30 ára afmæli landssambandsins árið 2007 var hún heiðruð fyrir vel unnin störf. Nánar má lesa um nám og störf Þuríðar á vef Morgunblaðsins.

Við Delta Kappa Gamma systur minnumst Þuríðar með þakklæti í huga fyrir vel unnin störf í okkar þágu og þökkum henni samfylgdina. Útför hennar verður gerð frá Neskirkju í Reykjavík, miðvikudaginn 2. maí og hefst klukkan 13:00.

Við vottum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Guð blessi Þuríði J. Kristjánsdóttur.