Tilkynning frá laganefnd

Lögum félagsins má breyta á Landssambandsþingi sem haldið er annað hvert ár. Tillögur að breytingum á lögum og reglugerð Landssambandsins skal senda laganefnd til athugunar a.m.k. 90 dögum fyrir landssambandsþing og gerir hún tillögur til Landssambandsstjórnar a.m.k. 60 dögum fyrir Landssambandsþing. Landssambandsþingið verður haldið 13. og 14.maí og frestur til að senda tillögur að lagabreytingum til laganefndar er því 11.febrúar 2023. Senda má tillögur á netfangið jona.dkg@gmail.com.