Umsókn um setu í alþjóðlegum nefndum (International Committees)

Þann 1. maí rennur út frestur til að sækja um að sitja í erlendum nefndum (International Committees) fyrir árin 2022-2024.
Við hvetjum ykkur eindregið til að sækja um, það er bæði lærdómsríkt og gefandi að starfa í slíkum nefndum.
Umsóknareyðublöð eru fyllt út rafrænt á vef dkg.org og þau finnast undir Apply/Submit/Application efst á síðunni.
Nánar má lesa um nefndirnar og hlutverk þeirra á vef alþjóðasambandsins á slóðinni About us/Committees og á Evrópuvefnum.