Umsóknarfrestur um Scholarship styrkinn

Umsóknarfrestur um Scholarship styrkinn er til 1. febrúar. Styrkurinn er ætlaður fyrir félagskonur sem hyggja á framhaldsnám. Þessi sjóður styrkir mastersnema um 6.000 dollara og doktorsnema um 10.000 dollara ár hvert. Umsóknareyðublöð má nálgast á alþjóðavefnum.Geta má þess að vorið 2019 fékk Aníta Jónsdóttir í Betadeild þennan styrk en að jafnaði eru veittir 30 styrkir til mastersnema ár hvert, þannig að "miði er möguleiki".
Vanda þarf umsóknir svo þær sem ætla sér að sækja um ættu að fara að huga að því að setja saman umsókn.