Umsóknarfrestur um styrki fyrir 1. febrúar

31. janúar er lokadagur til að sækja um International Scholarship styrk og í einstaklingshluta Lucile Cornetet sjóðsins (sem sé fyrir 1. febrúar).  
Þær konur sem stunda meistara– eða doktorsnnám geta sótt um styrk í International Scholarship. Styrkurinn er umtalsverður og er því um að gera að sækja um. Evrópufulltrúinn í nefndinni er Sigríður Ragna Sigurðardóttir og veitir hún allar frekari upplýsingar. Netfangið hennar er: siggaragna@gmail.com 

Lucile Cornetet sjóðurinn styrkir konur til að sækja ráðstefnur og aðra viðburði er tengjast menntun (Conferences, Seminars, Lecture series, National certification, Online courses, Workshops and other non-degree programs), þó ekki hefðbundin háskólanámskeið í einingabæru námi. Ekki er hægt að sækja um styrkinn eftir að viðburðurinn hefur átt sér stað. Umsóknarfrestur um styrkinn er þrisvar á ári og er auk 1. febrúar, þann 1. maí og 1. september. Nánari upplýsingar eru á vefnum þeirra og einnig á okkar vef undir Styrkir hér til hliðar.