Uppfært félagatal

Nú er ný-uppfært félagatal okkar komið á vefinn. Þrátt fyrir uppfærslur,  slæðast alltaf einhverjar villur með sem gott væri að útrýma. Við biðjum ykkur því að finna upplýsingarnar um ykkur í skjalinu og koma breytingum á framfæri ef ástæða er til (t.d. breytt heimilisfang, netfang, símanúmer, starfsvettvangur...o.s.frv.) Breytingar óskast sendar til formanns Félaga- og útbreiðslunefndar (eydis@fraedslunet.is) og vefstjóra samtakanna (eyglob@gmail.com). Einnig biðjum við þær sem enn eiga eftir að senda mynd af sér í félagatalið að senda eina slíka til vefstjóra (eyglob@gmail.com). Þetta þurfa ekki að vera sérstakar passamyndir og ekki þarf að vinna myndirnar neitt sérstaklega.