Útgáfuhóf vegna afmælisrits DKG

Útgáfuhóf vegna afmælisrits Delta Kappa Gamma verður haldið 16. janúar nk. kl. 17:00. Hófið verður haldið í Veröld húsi Vigdísar Finnbogadóttur, Heimasvæði tungumálanna á annarri hæð.
Hægt verður að kaupa bókina í hófinu og fer hún í dreifingu að því loknu. Bókin kostar kr. 4.500-.
Við vonumst til að sjá ykkur sem flestar.