Viltu gefa kost á þér í nefndir hjá alþjóðasamtökunum?

Evrópusvæði DKG samtakanna á fulltrúa í flestum nefndum alþjóðasambandsins og höfum við íslensku konurnar alltaf verið duglegar að gefa kost á okkur í þær nefndir og haft margt fram að færa. Hægt er að skoða nefndirnar og hlutverk þeirra á vef alþjóðasambandsins á þessari slóð: https://www.dkg.org/CommitteeMember

Nú er komið að því að gefa kost á sér fyrir næsta tímabil og hvetjum við ykkur íslensku konurnar til að bjóða fram krafta ykkar í þessar nefndir. Umsóknareyðublöðin eru á vefnum (Google forms) og er frestur til að senda inn umsókn til 1. maí.

Umsókn um International Committee Appointment 2020-2022 eru á þessari slóð: https://forms.gle/3BzUNr4vnNkiUbAW7

Umsókn um nefndina Arts & Humanities Jury Appointment 2020-2024 (fjögurra ára nefnd) er á þessari slóð: https://forms.gle/uUegMsjo9fANcWWE6

Umsókn um nefndina Editorial Board Appointment 2020-2024 (fjögurra ára nefnd) er á þessari slóð : https://forms.gle/yGXVU2dLbgM3JuCt8

Þegar smellt er á "Submit" á eyðublaðinu kemur sjálfvirk svörun í tölvupósti um að umsóknin sé móttekin.

Umsóknareyðublöðin eru líka aðgengileg á alþjóðavefnum á þessari slóð

Ef þörf er á nánari upplýsingum má hafa samband við stjórn landssambandsins á netfangið ieg@internet.is

 Einnig má benda á umfjöllun um sumar nefndirnar á vefnum okkar og hverjar hafa setið í þeim (flestar þeirra eru örugglega tilbúnar að gefa upplýsingar).