Viltu tilnefna verðlaunahafa (The International Achievement Award)?

Sigrún Klara tekur við viðurkenningunni af alþjóðaforsetanum Beverly Helms
Sigrún Klara tekur við viðurkenningunni af alþjóðaforsetanum Beverly Helms
Árlega veitir DKG einn konu viðurkenningu sem þykir hafa starfað mjög vel fyrir samtökin á alþjóðavísu eða eins og segir í lýsingunni: „The International Achievement Award is given annually to a member in recognition of her distinguished record in the Society at the International level.“ 

Allir meðlimir DKG mega tilnefna þessa konu, bæði sem einstaklingar eða ef deildir eða landsambönd taka sig saman um tilnefninguna. Nauðsynlegt er að allar upplýsingar varðandi þá konu sem tilnefnd er séu réttar eða eins og segir í upplýsingunum: „It is important that the form be carefully and accurately completed in full detail with correct dates of service, because only the information submitted on the recommendation form will be used in the selection process by voting members of the Executive Board.“

Tilnefningar um verðugan handhafa orðunnar skulu sendar á netfangið societyexec@dkg.org og þurfa að berast fyrir 1. mars 2015. Verðlaunin eru svo afhent á svæðaráðstefnu þess svæðis sem verðlaunahafinn tilheyrir.

Til gamans má geta þess að Dr. Sigrún Klara Hannesdóttir í Alfadeild fékk þessa viðurkenningu í Amsterdam 2013.

Hér fyrir neðan má nálgast eyðublaðið til útfyllingar: