Vorfréttabréfið komið á vefinn

Þá hefur ritnefndin okkar lokið störfum þetta vorið og afraksturinn kominn á vefinn hér undir Útgáfa og fréttabréf. Blaðið er stútfullt af skemmtilegu efni;  fróðleik frá deildum, fréttum frá vorþinginu 5. maí síðastliðinn og síðast en ekki síst flytur Þorgerður Ásdís Jóhannesdóttir í Nýdeild okkur Orð til umhugsunar þar sem hún veltir fyrir sér systrahugtakinu og hvað í því getur falist.