Vorráðstefnan færð til haustsins

Eins og flestum er kunnugt stóð til að halda vorráðstefnuna okkar 9. maí næstkomandi. Stjórn landssambandsins hefur nú fundað um þá stöðu sem komin er upp varðandi Covid-19 og samkomubann. Miðað við að áætlanir gera ráð fyrir að hámarki sé náð í fjölda smitaðra um miðjan apríl, teljum við litlar líkur á að staðan sé nógu örugg í byrjun maí til að það sé réttlætanlegt að kalla stóran hóp saman. Við höfum því ákveðið að fresta ráðstefnunni fram á haustið.

Ný tímasetning ráðstefnunnar er laugardagurinn 12. september í Borgarnesi. Hótel B59 hefur fært allar pantanir okkar og eigum við því frátekið húsnæði fyrir ráðstefnuna á þessari nýju dagsetningu og einnig hafa pantanir fyrir gistingu verið fluttar á nýju dagsetninguna til samræmis.

Tekið skal fram að þær sem áttu pantaða gistingu en geta EKKI komið á þessum nýju dagsetningum þurfa sjálfar að hafa samband við hótelið og afpanta herbergin. Tölvupóstfangið er reception@b59hotel.is eða hh@b59hotel.is

Nánari upplýsingar um dagskrá og ráðstefnugjald þegar nær dregur.