Vorráðstefnu/haustráðstefnu 2020 aflýst

Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu hefur stjórn landssambandsins ákveðið að aflýsa ráðstefnunni sem halda átti í Borgarnesi þann 12. september næstkomandi. Þátttökugjöld verða endurgreidd við fyrsta tækifæri og eru þær sem greitt hafa beðnar að senda póst á landssambandsgjaldkera á netfangið jenna.dkg@gmail.com með bankaupplýsingum og kennitölu.

Einnig hefur verið ákveðið að fresta framkvæmdaráðsfundinum sem halda átti þann 11. september. Fundurinn verður boðaður aftur eins fljótt og hægt er.

Hótel B-59 mun sjá um að afbóka þau herbergi sem DKG konur bókuðu 11. og 12. september. Samvinnan við hótelið hefur verið einstök og það þökkum við af alhug